Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 19. janúar 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane: Skref í rétta átt
Mynd: Getty Images
Real Madrid hafði betur gegn Leganes í spænska bikarnum í gærkvöldi. Liðin mætast á Santiago Bernabeu næsta miðvikudag.

Zinedine Zidane tefldi fram hálfgerðu varaliði sem rétt marði sigur með marki frá Marco Asensio undir lokin.

Gengi Real hefur verið skelfilegt og voru stuðningsmenn félagsins allt annað en sáttir með frammistöðuna í gær.

„Við gerðum vel að halda hreinu og skora útivallarmark. Við hefðum getað gert betur sóknarlega en við tefldum fram leikmönnum sem spila ekki oft með aðalliðinu," sagði Zidane.

„Við þurfum að halda oftar hreinu og sigurinn í dag er skref í rétta átt. Við getum ekki sagt að við höfum spilað frábærlega en úrslitin eru mikilvæg og sigurinn verðskuldaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner