Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 19. febrúar 2016 14:26
Magnús Már Einarsson
Yngvi Borgþórs ráðinn þjálfari Einherja (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Yngvi Magnús Borgþórsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá Einherja á Vopnafirði.

Hinn fertugi Yngvi hefur verið í leikmannahópi ÍBV í áraraðir en hann ætlar að spila með Einherja í 3. deildinni auk þess að þjálfa liðið.

„Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef aldrei þjálfað áður en ég hef verið í þessum ÍBV hóp í tíu ár og verið með marga þjálfara á þessum árum," sagði Yngvi við Fótbolta.net í dag en hann var þá staddur á Vopnafirði að ganga frá samningi.

„Ég er í hörkustandi. Ég hef verið að æfa með ÍBV í vetur og hef verið betri mönnum þar," sagði Yngvi léttur í bragði.

Einherji endaði í 4. sæti í 3. deildinni í fyrra en nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins í vetur.

„Eins og staðan er í dag þá erum við fáir en það stendur allt til bóta. Það er verið að vinna í þessu og við verðum klárir þegar mótið byrjar í maí," sagði Yngvi.

Yngvi spilaði einn leik í Pepsi-deildinni með ÍBV í fyrra en hann fór síðan í KFS á láni í 3. deildina.

Samtals hefur Yngvi skorað 62 mörk í 240 leikjum með ÍBV, KFS og Dalvík á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner