Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. febrúar 2017 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Stjóri Lincoln: Vona að Sutton vinni Arsenal
Danny Cowley vill mæta Sutton í 8-liða úrslitum
Danny Cowley vill mæta Sutton í 8-liða úrslitum
Mynd: Getty Images
Danny Cowley, stjóri Lincoln City vonast eftir því að utandeildarliðið Sutton United vinni stórlið Arsenal í bikarnum en liðin eigast við á morgun.

Lincoln City varð í gær, fyrsta utandeildarliðið í 103 ár til þess að komast í 8-liða úrslit bikarkeppninnar eftir sigur á Burnley.

Lincoln mætir liðinu sem sigrar á morgun og því gæti farið svo að utandeildarliðin mætist í 8-liða úrslitum. Það vonar stjóri Lincoln allavega.

„Þetta er frábær dráttur fyrir okkur. Ég vona innilega að Sutton vinni á morgun. Það yrði frábært fyrir utandeildarfótboltann."

„Við óskum Paul Doswell, stjóra Sutton og liði hans góðu gengis. Ef það gengur ekki, þá mætum við Arsenal á Emirates vellinum, þannig þetta er frábær dráttur,"
sagði Cowley.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner