mán 19. febrúar 2018 13:00
Elvar Geir Magnússon
Diego Costa: Dómarar hata mig
Costa er ekki sáttur við spænsku dómarana.
Costa er ekki sáttur við spænsku dómarana.
Mynd: Getty Images
Diego Costa, fyrrum sóknarmaður Chelsea, segir að dómarar á Spáni „hati sig" og leggi sig í einelti.

Costa gekk formlega í raðir Atletico Madrid í síðasta mánuði og fékk rautt spjald í öðrum leik sínum. Í gær fékk hann gult spjald fyrir mótmæli og fékk ekki vítaspyrnu sem hann var ósáttur með.

„Dómararnir hata mig og það er ekki neitt sem ég get gert til að breyta því. Ég fæ gul spjöld fyrir smávægilegustu hluti. Í þessum leik ætlaði dómarinn að spjalda mig sama hvað ég myndi gera," sagði Costa eftir 2-0 sigur gegn Athletic Bilbao í gær.

„Ég fór ekki yfir strikið en það er ekkert sem ég gert í þessu núna. Ég átti að fá vítaspyrnu, varnarmaðurinn tók mig úr jafnvægi þegar ég var að fara að skjóta. Ég tel að það sé vítaspyrna!"

Atletico er í öðru sæti í La Liga, sjö stigum frá toppliði Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner