Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. febrúar 2018 21:09
Ívan Guðjón Baldursson
Man City manni færri - Tók upp gult en gaf rautt
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester City er að spila við Wigan í 16-liða úrslitum enska bikarsins og var staðan markalaus þegar lið gengu til búningsklefa í hálfleik.

Vörn Wigan hefur haldið mjög vel í leiknum og fengu heimamenn tækifæri til að komast yfir gegn gangi leiksins en nýttu ekki.

Man City komst nokkrum sinnum nálægt því að skora en inn vildi boltinn ekki.

Það var undir lok fyrri hálfleiks sem Wigan var að komast í skyndisókn og henti Fabian Delph sér í afar harkalega og kolólöglega tæklingu.

Delph tæklaði Max Powers, leikmann Wigan, með takkana upp í loftið. Fótur Delph fór yfir boltann og milli lappa Powers, sem hefði getað slasast alvarlega.

Anthony Taylor, dómari leiksins, tók upp gult spjald eftir tæklinguna og var búinn að skrifa nafn Delph aftan á spjaldið þegar hann skipti um skoðun eftir samskipti við aðstoðardómara. Taylor tók þá upp rauða spjaldið og rak Delph útaf, við mikil mótmæli leikmanna Man City og Pep Guardiola.

Guardiola og Paul Cook, stjóri Wigan, rifust bæði á hliðarlínunni meðan verið var að dæma og á ganginum á leið til búningsklefa í hálfleik.









Athugasemdir
banner
banner