mán 19. febrúar 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Messi setur met - 14 sláar og stangarskot í vetur
Duglegur að hitta marksúlurnar.
Duglegur að hitta marksúlurnar.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi átti stangarskot í 2-0 sigri Barcelona á Eibar í spænsku úrvalsdeildinni um helgina.

Um leið setti Messi met en þetta var fjórtánda skot hans í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem fer í stöngina eða slána.

Enginn leikmaður hefur átt jafnmörg skot í marksúlurnar á einu tímabili í spænsku úrvalsdeildinni síðan byrjað var að taka niður þessa tölfræði tímabilið 2003/2004.

Messi hefur skorað tuttugu mörk í 24 deildarleikjum á tímabilinu en hann náði ekki að skora gegn Eibar um helgina.

Argentínumaðurinn hefur núna leikið fimm leiki í röð með Barcelona án þess að skora.
Athugasemdir
banner
banner
banner