Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 19. febrúar 2018 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Paul Cook: Pep er stórkostlegur stjóri
Pep Guardiola og Paul Cook áttust við á hliðarlínunni.
Pep Guardiola og Paul Cook áttust við á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Paul Cook, stjóri Wigan, er að rifna úr stolti eftir að hafa slegið Manchester City út í 16-liða úrslitum enska bikarsins.

Will Grigg gerði eina mark leiksins eftir varnarmistök Man City og á Wigan heimaleik gegn Southampton í 8-liða úrslitum.

„Við mættum ótrúlega sterkum andstæðingum í dag. Við þurftum að treysta á heppnina og auðvitað hjálpaði rauða spjaldið til," sagði Cook að leikslokum.

„Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir þrautseigjuna, dugnaðinn og fórnfýsina sem þeir sýndu í dag."

Fabian Delph, leikmaður Man City, fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Pep Guardiola var ekki sáttur og endaði á að rífast við Cook bæði á hliðarlínunni og í leikmannagönunum.

„Það er ekkert vandamál á milli mín og Pep, við vorum einfaldlega að gæta okkar hagsmuna. Hann er stórkostlegur stjóri."
Athugasemdir
banner
banner
banner