Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. mars 2017 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Agnew vill fá starfið hjá Middlesbrough til frambúðar
Steve Agnew á hliðarlínunni í dag.
Steve Agnew á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
Stewe Agnew, maðurinn sem stýrir Middlesbrough til bráðabirgða, vonast til þess að fá starfið hjá Boro til frambúðar.

Hinn 51 árs gamli Agnew var á hliðarlínunni þegar Middlesbrough tapaði 3-1 gegn Manchester United í dag.

Hann var aðstoðarmaður Aitor Karanka, sem var látinn fara frá félaginu í síðustu viku, og hann til að fá að stýra liðinu eitthvað meira.

„Að sjálfsögðu," sagði Agnew þegar hann var spurður að því hvort hann hann vildi fá tækifæri til þess að taka við liðinu. „Þetta er félag sem ég ber mikinn hlýhug til."

Middlesbroug er í vondum málum; í fallsæti þegar 10 leikir eru eftir. Agnew var ánægður með baráttuandann hjá sínum mönnum í dag og hann býst við því að hann verði svipaður í næstu leikjum.

„Ég veit að við munum taka þennan baráttuanda og nota hann í síðustu leikjum tímabilsins," sagði Agnew að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner