sun 19. mars 2017 22:24
Ívan Guðjón Baldursson
Bild: Arsenal hefur sett sig í samband við Thomas Tuchel
Mynd: Getty Images
Þýski fjölmiðillinn Bild greinir frá því að Arsenal vilji fá Thomas Tuchel, þjálfara Borussia Dortmund, til sín.

Stuðningsmenn Arsenal eru vægast sagt þreyttir á Arsene Wenger og bætti 3-1 tap gegn West Bromwich Albion um nýliðna helgi stöðuna ekkert fyrir franska stjórann.

Arsenal hefur aðeins fengið þrjú stig af síðustu fimmtán mögulegum í ensku Úrvalsdeildinni og tapaði samanlagt 10-2 fyrir Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ólíklegt er að Tuchel hafi áhuga á að taka við Arsenal þar sem hann er að byggja upp ungt og spennandi lið hjá Borussia Dortmund sem er í baráttu um 2. sæti þýsku deildarinnar í ár.
Athugasemdir
banner
banner