sun 19. mars 2017 16:30
Stefnir Stefánsson
Birkir, Kolbeinn og Viktor allir á skotskónum í Hollandi
Birkir Heimisson er kominn með 20 mörk
Birkir Heimisson er kominn með 20 mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ungir Íslendingar eru að gera það gott í Hollensku u19 deildinni.

Birkir Heimisson skoraði sitt 20. mark á tímabilinu í 4-1 tapi Heerenveen gegn Almere. En Birkir hefur verið að gera það gott síðan hann gekk til liðs við Heerenveen eftir að hafa leikið með Þór á Akureyri í Inkasso-deildinni í fyrra.

Kolbeinn Birgir Finnsson gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk með unglingaliði Gröningen í gær. En hann gekk til liðs við Gröningen frá Fylki í janúar 2016.

Viktor Einarsson skoraði fjórða mark unglingaliðs AZ Aalkmar í 5-0 sigri á UNA. En Viktor gekk til liðs við AZ Aalkmar í júlí á síðasta ári. En hann framlengdi samning sinn við félagið í janúar.

Mark Kolbeins fyrir unglingalið Gröningen.


Athugasemdir
banner
banner
banner