Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. mars 2017 13:50
Stefnir Stefánsson
England: Man Utd sótti mikilvæg stig gegn Boro
Lingard bauð upp á glæsimark í dag
Lingard bauð upp á glæsimark í dag
Mynd: Getty Images
Middlesbrough 1-3 Manchester United
0-1 M. Fellaini ('30)
0-2 J. Lingard ('62)
1-2 R. Gestede ('77)
1-3 A. Valencia ('93)

Leik Manchester United og Middlesbrough var að ljúka rétt í þessu. Manchester United náði í gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á komandi tímabili.

United byrjaði leikinn af miklum krafti og staðan hefði hæglega getað verið 2-0 þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum.

Á 30. mínútu tókst United að brjóta ísinn þegar að Ashley Young fékk boltann á vinstri kantinum og gaf boltann fyrir þar sem að Fellaini reis manna hæst á fjærstönginni og skallaði boltann í netið.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir gestina. Það var síðan á 62. mínútu leiksins þegar Jese Lingard skeiðaði í átt að teignum og lét vaða fyrir utan teig með þeim afleiðingum að boltinn söng í markvinklinum, stórglæsilegt mark í alla staði.

Heimamenn voru ekki búnir að gefast upp og á 77. mínútu barst boltinn til Rudy Gestede eftir skelfileg varnarmistök Chris Smalling. Framherjinn stóri og stæðilegi var ekki í neinum vandræðum og setti boltann í netið af stuttu færi.

Mikil spenna var í leiknum á lokakafla leiksins og mikill hiti var í mönnum. Stympingar brutust út á milli eftir viðskitpti Rudy Gestede og Eric Bailly en dómari leiksins John Moss ákvað að láta leikinn halda áfram án einhverja eftirmála.

Á 93. mínútu leiksins náði United síðan að gera út um leikinn þegar að Victor Valdes lét Valencia hirða af sér boltann og bakvörðurinn kláraði í autt markið. 3-1 lokatölur og United fara upp fyrir Arsenal í töflunni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner