Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. mars 2017 16:02
Stefnir Stefánsson
England: Tottenham hafði betur gegn Southampton
Mark Dele Alli úr vítaspyrnu var það sem skildi liðin að
Mark Dele Alli úr vítaspyrnu var það sem skildi liðin að
Mynd: Getty Images
Tottenham 2-1 Southampton
1-0 Christian Eriksen ('14)
2-0 Dele Alli (víti '33)
2-1 James Ward-Prowse ('52)

Leik Tottenham og Southampton í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka rétt í þessu.

Tottenham byrjaði leikinn mun betur og komst yfir með marki frá Christian Eriksen á 14. mínútu eftir undirbúning frá Moussa Dembele.

Tottenham var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og pressuðu vel á Southampton.

Á 33. mínútu fékk Dele Alli síðan dæmda vítaspyrnu þegar hann fór niður í teignum eftir viðskipti sín við Steven Davies. Alli fór sjálfur á punktinn og skoraði nokkuð örugglega. Staðan orðin 2-0 fyrir Tottenham og allt benti til að liðið myndi sigla sigrinum nokkuð þægilega í hús.

Í síðari hálfleik mætti allt annað Southampton lið til leiks en í þeim fyrri og Tottenham skyndilega í vandræðum og á 52. mínútu gaf Ryan Bertrand boltann fyrir og James Ward-Prowse var réttur maður á réttum stað og kom boltanum í netið.

Eftir markið sóttu Southampton og Tottenham reyndi að verjast. Southampton náði ekki að koma boltanum í netið og því tíundi heimasigur Tottenham í röð staðreynd.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner