Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. mars 2017 21:56
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Mbappe setti tvennu - PSG heldur pressunni
Mynd: Getty Images
Ljóst er að titilbaráttan í Frakklandi verður á milli Mónakó og PSG í ár.

PSG hefur trónað á toppi deildarinnar undanfarin ár en nú virðist Mónakó líklegast til að hampa titlinum.

Hinn átján ára gamli Kylian Mbappe hefur komið gríðarlega sterkur inn í lið Mónakó og stimplað sig inn sem einn besti sóknarmaður í Evrópu í dag, og fyllir þannig fullkomlega í skarðið sem Radamel Falcao skilur eftir með meiðslunum sínum.

Mbappe skoraði tvennu fyrir Mónakó gegn Caen í dag og gerði ungi bakvörðurinn Fabinho mark úr vítaspyrnu. Mónakó er með þriggja stiga forystu á toppi frönsku deildarinnar.

PSG er í öðru sæti eftir tæpan sigur gegn Lyon, þar sem Alexandre Lacazette skoraði sitt 23. mark í 24 leikjum.

Caen 0 - 3 Mónakó
0-1 Kylian Mbappe ('13)
0-2 Fabinho ('49, víti)
0-3 Kylian Mbappe ('81)

PSG 2 - 1 Lyon
0-1 Alexandre Lacazette ('6)
1-1 Adrien Rabiot ('34)
2-1 Julian Draxler ('40)
Athugasemdir
banner
banner
banner