Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 19. mars 2017 11:09
Stefnir Stefánsson
Jose Mourinho ósáttur: Við munum örugglega tapa
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var eitthvað illa upplagður þegar hann haf sig á tal við blaðamenn á Riverside fyrir leik liðsins gegn heimamönnum í Middlesborough.

Hann var allt annað en sáttur með enska knattspyrnusambandið og gaf því tóninn, þegar hann talaði um að sambandið hefði engan áhuga á að hjálpa liðum sem eru að leika í Evrópu.

Leikurinn á eftir sem hefst núna klukkan 12:00, er aðeins 62 klukkustundum frá því að flautað var af leik United gegn FC Rostov í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Það virðist Mourinho vera ósáttur með.

Mourinho sagði „Við munum örugglega tapa" og þá sagði hann einning að það væri eðlilegast ef að leikurinn hefði farið fram klukkan 17:00.

„Þeim virðist bara vera slétt sama" sagði Mourinho og átti þá við um knattspyrnusambandið.
Athugasemdir
banner
banner