Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. mars 2017 18:51
Magnús Már Einarsson
Leikur Leiknis og Fram stöðvaður - Leikmenn fóru út að leita
Björgvin Stefán Pétursson, fyrirliði Leiknis, í leik í Fjarðabyggðarhöllinni.
Björgvin Stefán Pétursson, fyrirliði Leiknis, í leik í Fjarðabyggðarhöllinni.
Mynd: Jóhanna Kr. Hauksdóttir
20 mínútna hlé var gert á leik Leiknis Fáskrúðsfjarðar og Fram í Fjarðabyggðarhöllinni í Lengjubikarnum í dag eftir að mikill snjór rann af þaki hallarinnar.

Óttast var að börn hefðu lent undir snjónum og allir leikmenn beggja liða fóru út að leita undir snjónum. Engin börn lentu þó undir snjónum og á endanum hélt leikurinn áfram.

Atvikið átti sér stað í stöðunni 4-3 fyrir Leikni þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.

„Við sáum bara að allir áhorfendur hlupu út og húsvörðurinn í Fjarðabyggðarhöllinni fór á bekkina og bað alla um að koma og hjálpa," sagði Björgvin Stefán Pétursson, fyrirliði Leiknis, í samtali vð Fótbolta.net í dag.

„Það var akkúrat aukaspyrna hjá Fram þegar þetta gerðist. Þá komu varamenn og þjálfarar inn á og sögðu frá gangi mála og allir fóru út að moka í góðar 10-15 mínútur þangað til björgunarsveitin mættu með leitarhundana, þá tóku þeir yfir."

„Leikmenn fengu svo fimm mínútur til að hita upp aftur og koma sér í stand og leikurinn hélt áfram. Sem betur fer var ekkert barn undir flóðinu sem féll af þakinu, þannig allt endaði vel fyrir utan leikinn," sagði Björgvin en Leiknismenn fengu á sig jöfnunarmark í lokin og lokatölur urðu 4-4.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner