Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. mars 2017 20:08
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Valur með fullt hús stiga eftir góðan sigur
Nikolaj Hansen skoraði annað mark Valsara í dag.
Nikolaj Hansen skoraði annað mark Valsara í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Valur 2 - 1 Víkingur Ó.
1-0 Nicolas Bogild ('24)
2-0 Nikolaj Andreas Hansen ('84)
2-1 Óttar Ásbjörnsson ('91)

Valur er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Lengjubikarnum og er þremur stigum á eftir toppliði ÍA.

Valur lagði Ólafsvíkinga á Valsvelli í nokkuð öruggum sigri, þar sem heimamenn stjórnuðu gangi leiksins frá upphafi til enda.

Danirnir Nicolas Bogild og Nikolaj Hansen gerðu mörk Valsara í leiknum, sem hefðu getað verið talsvert fleiri.

Óttar Ásbjörnsson klóraði í bakkann fyrir gestina í uppbótartíma eftir varnarmistök heimamanna en nær komust Ólafsvíkingar ekki.

Ólafsvíkingar eru með þrjú stig eftir fjórar umferðir og eiga aðeins eftir að keppa við HK, sem er stigalaust eftir þrjár umferðir.
Athugasemdir
banner
banner