Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. mars 2017 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Reyndi Gestede að bíta Bailly?
Gestede neitar sök
Það myndaðist mikill hiti undir lokin.
Það myndaðist mikill hiti undir lokin.
Mynd: Getty Images
Það ætlaði allt um koll að keyra þegar lítið var eftir að leik Manchester United og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í dag. Rudy Gestede, sóknarmaður Boro, lenti í deilum við Eric Bailly, varnarmann United.

Boro átti aukaspyrnu undir lok leiksins og þar var Bailly að dekka Gestede. Gestede ýtti Bailly og úr varð skrýtin atburðarás.

Svo virtist sem Gestede hefði reynt að bíta Bailly; hann tók um háls hans og virtust margir netverjar halda að Gestede hefði bitið Bailly.

Bailly var ekki par sáttur með þetta athæfi sóknarmannsins og eftir leikinn varð allt vitlaust í leikmannagöngunum.

Gestede tjáði sig um atvikið eftir leik, en hann segist ekki hafa bitið Bailly. Hann segir að Bailly hafi kysst sig.

„Þetta var ekkert stórmál," sagði Gestede. „Hann gaf mér faðmlag og koss, það er það eina."

Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu
Athugasemdir
banner
banner