Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 19. mars 2017 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Barcelona fór létt með Valencia
Lionel Messi og Luis Suarez voru stjörnurnar í kvöld.
Lionel Messi og Luis Suarez voru stjörnurnar í kvöld.
Mynd: Getty Images
Barcelona 4 - 2 Valencia
0-1 Eliaquim Mangala ('29)
1-1 Luis Suarez ('33)
2-1 Lionel Messi ('45, víti)
2-2 Munir El-Haddadi ('45)
3-2 Lionel Messi ('52)
4-2 Andre Gomes ('89)
Rautt spjald: Mangala, Valencia ('44)

Barcelona var betri aðilinn er Valencia kíkti í heimsókn í lokaleik helgarinnar á Spáni.

Gestirnir frá Valencia komust yfir gegn gangi leiksins með skallamarki frá franska miðverðinum Eliaquim Mangala eftir hornspyrnu.

Luis Suarez jafnaði skömmu síðar og fékk Mangala svo rautt spjald þegar hann var dæmdur brotlegur sem aftasti varnarmaður þegar Suarez var sloppinn í gegn. Lionel Messi skoraði úr vítaspyrnunni, en Munir El-Haddadi jafnaði skömmu síðar og var staðan jöfn í hálfleik, 2-2.

10 leikmenn Valencia réðu ekkert við Börsunga í síðari hálfleik og var Lionel Messi snöggur að koma heimamönnum yfir á nýjan leik áður en Andre Gomes gerði endanlega út um leikinn á 89. mínútu.

Börsungar eru tveimur stigum á eftir toppliði Real Madrid, sem á leik til góða, á meðan Valencia er í neðri hluta deildarinnar með 30 stig eftir 28 umferðir.
Athugasemdir
banner