Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 19. mars 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Javi Gracia líkir Salah við Messi
Mynd: Getty Images
Javi Gracia, stjóri Watford, segist hafa hugsað til baka til tíma sins á Spáni þegar Watford tapaði fyrir Liverpool um helgina.

Gracia stýrði Osasuna í 7-0 tapi gegn Barcelona 2014 en náði að hefna sín tímabilið eftir, þegar hann stýrði Malaga til sigurs á Nývangi.

Mohamed Salah skoraði fernu í 5-0 sigri Liverpool á meðan Messi setti þrjú í sigri Börsunga fyrir fjórum árum. Gracia líkti þeim saman.

„Stundum skiptir leikskipulagið engu máli, því leikmaður eins og Salah getur skemmt það á svipstundu," sagði Gracia.

„Þetta eru tveir stórkostlegir leikmenn, þeir eru báðir óstöðvandi. Salah er að eiga magnað tímabil og er einn af allra bestu leikmönnum í Evrópu.

„Þetta eru báðir leikmenn sem geta gjörbreytt leiknum hvenær sem er. Þó að þú verjist fullkomlega allan leikinn geta þeir alltaf fundið smugu til að skora."


Gracia líkti Liverpool svo við Barcelona og telur bæði lið til þeirra bestu í Evrópu.

„Þetta Liverpool er lið er frábært, þetta er eitt af bestu liðum Evrópu í dag. Þeir pressa virkilega hátt, hærra en Barcelona, og eru bæði lið meðal þeirra bestu í Evrópu."

Liverpool mætir Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á meðan Barcelona á leik við Roma.
Athugasemdir
banner
banner
banner