lau 19. apríl 2014 10:49
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Tottenham og Fulham: Gylfi byrjar ekki
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Hádegisleikurinn í enska boltanum er Lundúnaslagur Tottenham og Fulham sem hefst 11:45 og verður að sjálfsögðu beint á Stöð 2 Sport 2.

Roberto Soldado, Etienne Capoue, Jan Vertonghen, Kyle Walker, Michael Dawson og Erik Lamela eru á meiðslalistanum hjá Tottenham.

Mousa Dembele er búinn að jafna sig á meiðslum en byrjar á bekknum líkt og Gylfi Þór Sigurðsson.

Hjá Fulham má Lewis Holtby ekki spila þar sem hann er á láni frá Tottenham. Þá er Kostas Mitroglou fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Tottenham er í baráttu um Evrópudeildarsæti en Fulham er í fallsæti og berst fyrir lífi sínu í deild þeirra bestu.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Naughton, Kaboul, Fryers, Rose; Lennon, Chadli, Paulinho, Eriksen; Adebayor, Kane.
(Varamenn: Friedel, Chiriches, Bentaleb, Dembele, Gylfi, Townsend, Soldado)

Byrjunarlið Fulham: Stockdale; Heitinga, Amorebieta, Hangeland, Riise; Kvist, Sidwell, Parker; Dejagah, Rodallega, Kačaniklić.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner