Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. apríl 2014 11:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: dagurinn.is 
Hólmbert: Væri fullkomið að fá tækifærið í afmælisgjöf
Hólmbert í búningi Celtic.
Hólmbert í búningi Celtic.
Mynd: Heimasíða Celtic
Fótbolti.net valdi Hólmbert efnilegastan í Pepsi-deildinni síðasta sumar.
Fótbolti.net valdi Hólmbert efnilegastan í Pepsi-deildinni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hólmbert Aron Friðjónsson er meðal varamanna hjá Celtic sem heimsækir Motherwell í skosku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn hefst klukkan 11:45.

Þetta er í annað sinn sem Hólmbert er í hópnum hjá aðalliði Celtic en hann kom ekki við sögu í fyrsta leiknum.

Hólmbert segir að það yrði fullkomið að fá tækifærið í dag en hann á 21 árs afmæli. Celtic hefur þegar tryggt sér titilinn og eykur það líkurnar á að Hólmbert spili sinn fyrsta leik í dag.

„Ég er búinn að vera smá óheppinn með meiðsli og líkaminn er enn að bregðast við breytingunum en þetta er miklu meira „intensity“ en ég er vanur," segir Hólmbert í viðtali við dagurinn.is.

„Þegar ég fæ tækifærið þarf ég að nýta það en það gerist stundum og stundum ekki. Ég verð alveg bókað þokkalega stressaður fyrir fyrsta leiknum fyrir félagið með mörg þúsund áhorfendur að horfa en vonandi fer það vel. En ef ekki þá er það enginn heimsendir, það er alltaf annar leikur.“

Hólmbert fór til Celtic eftir að hafa orðið bikarmeistari með Fram síðasta sumar. Hann mætir á fótboltaæfingar tvisvar á dag og lyftir sjálfur aukalega. Hann hefur því glímt við smávægileg meiðsli og er að koma úr smávægilegu „náraveseni“.

Fyrstu tvo mánuðina segir hann hafa verið erfiðasta og að það hafi verið erfiðast að fara frá fjölskyldunni, kærustunni og vinunum.

„Kærasta mín er í Menntaskólanum í Kópavogi en hún er búin að vera mjög dugleg að kíkja á mig og tekur allar pásur sem hún getur í skólanum til þess að koma. Það er búið að vera mikið lagt á hana svo hún á hrós skilið fyrir þetta allt saman."

Fjölskylda Hólmbert er í Skotlandi yfir páskana og vonast til að sjá hann leika sinn fyrsta leik í skosku úrvalsdeildinni í dag.
Athugasemdir
banner
banner