Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 19. apríl 2014 20:34
Brynjar Ingi Erluson
Mynd: Chelsea var byrjað að undirbúa skrúðgöngu
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea var byrjað að undirbúa skrúðgöngu þann 25. maí næstkomandi, svona ef liðið myndi fagna sigri í ensku úrvalsdeildinnni og lyfta bikarnum.

Titilmöguleikar Chelsea eru litlir eftir að liðið tapaði 2-1 fyrir Sunderland á Stamford Bridge í dag en sigri Liverpool lið Norwich á morgun er fimm stiga forskot þegar þrír leikir eru eftir.

55 þúsund bréf voru send út í Lundúnum á dögunum frá Hammersmith & Fulham, til þess að vara fólk við mögulegri skrúðgöngu Chelsea ef liðið myndi vinna deildina eða Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð.

Í bréfinu voru íbúar í Lundúnum varaðir við því að rúta Chelsea myndi keyra í gegnum borgina ef liðið sigraði deildina og að það væri gert ráð fyrir að þetta færi fram þann 25. maí næstkomandi.

Hægt er að sjá mynd af bréfinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner