Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. apríl 2014 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nocerino vill vera áfram á Englandi eftir sumarið
Antonio Nocerino (til hægri) byrjaði sinn annan leik fyrir West Ham í 3-1 tapi gegn Arsenal
Antonio Nocerino (til hægri) byrjaði sinn annan leik fyrir West Ham í 3-1 tapi gegn Arsenal
Mynd: Getty Images
Ítalski miðjumaðurinn Antonio Nocerino er á láni hjá West Ham og hefur aðeins fengið tvo byrjunarliðsleiki frá komu sinni sem lánsmaður í janúar.

Nocerino er 29 ára og segist, þrátt fyrir að fá lítinn spilatíma, vilja vera áfram á Englandi og þá helst hjá West Ham.

,,Ég er hjá West Ham á láni en ég vona að ég verði áfram í Úrvalsdeildinni á næsta tímabili," sagði Nocerino við il Corriere dello Sport.

,,West Ham væri minn fyrsti kostur, því félagið gaf mér traust þegar AC Milan trúði ekki á mig.

,,Mér líður vel á Englandi. Hér er hugsunarhátturinn öðruvísi og það er miklu minni pressa heldur en á Ítalíu."

Athugasemdir
banner
banner