Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. apríl 2014 10:30
Elvar Geir Magnússon
Risatilboð frá Man City í Messi?
Powerade
Það myndi þó ekki gerast að Messi færi í treyjuna hjá Manchester City?
Það myndi þó ekki gerast að Messi færi í treyjuna hjá Manchester City?
Mynd: Getty Images
Roma hefur áhuga á Paulinho.
Roma hefur áhuga á Paulinho.
Mynd: Getty Images
Mun PSG gera tilboð í Yaya Toure?
Mun PSG gera tilboð í Yaya Toure?
Mynd: Getty Images
Það er hnausþykkur slúðurpakki á boðstólnum að þessu sinni. Molarnir eru að mestu teknir saman á BBC en það hefur þó ýmsu verið bætt við í tilefni páska.

Manchester City er sagt vera að vinna að sögulegu 250 milljón punda tilboði í Lionel Messi hjá Barcelona fyrir sumarið. Sögusagnir eru í gangi um að Messi telji sig þurfa nýja áskorun. (Manchester Evening News)

Umboðsmaður Jackson Martinez segir að Porto hafi ekki hafið viðræður við Roma um sölu á þessum 27 ára Kólumbíumanni. Martinez hefur einnig verið orðaður við Chelsea. (TalkSport)

Valencia hefur boðið Manchester United tækifæri til að kaupa franska miðvörðinn Adil Rami fyrir 10 milljónir punda. AC Milan var á góðri leið með að tryggja sér leikmanninn en það sigldi í strand. (Daily Mail)

Portúgalskir fjölmiðlar segja að David Moyes vilji fá Enzo Perez frá Benfica. Njósnarar Manchester United eru að taka þennan 22 ára argentínska miðjumann út. (O Jogo)

Roberto Martinez, stjóri Everton, telur að David Moyes muni fá virðingu og góðar móttökur þegar Skotinn heimsækir Goodison Park. (Mirror)

Þýska stórveldið Bayern München hefur áhuga á Easah Suliman, 16 ára varnarmanni sem er hjá Aston Villa. Suliman heillaði njósnara Bayern á unglingamóti en hann hefur verið hjá Villa síðan hann var 8 ára og getur leikið sem vinstri bakvörður og miðvörður. (Daily Mail)

Keita Balde Diao, 19 ára framherji, mun skrifa undir nýjan samning við Lazio á næstu dögum. Þessi senegalski leikmaður fæddist á Spáni en Liverpool og Manchester City hafa áhuga á honum. (TalkSport)

Manchester City hefur verið orðað við 19 ára sóknarmann San Lorenzo, Angel Correa. Talið er líklegast að Correa sé á leið til Atletico Madrid á Spáni. (Daily Mirror)

Miðjumaðurinn Antonio Nocerino segist vilja skipta alfarið til West Ham en hann er á láni frá AC Milan. (Sky Sports)

Roma ætlar að reyna að fá miðjumanninn Paulinho (25 ára) frá Tottenham. (Metro)

Liverpool vonast til að geta gengið frá kaupum á hinum 22 ára framherja Barcelona, Cristian Tello, ef Börsungar ná að aflétta félagaskiptabanni sínu. (Daily Mirror)

Bayern München og Arsenal hafa áhuga á 19 ára varnarmanni Athletic Bilbao, Aymeric Laporte. (TalkSport)

Markvörðurinn Kiki Casilla (27) segist ekki hafa í hyggju að yfirgefa Espanyol þrátt fyrir meintan áhuga Arsenal og Manchester United. (Daily Express)

Orio Romeu (22), miðjumaður Chelsea, segist gjarnan vilja vera áfram hjá Valencia þar sem hann er á láni. Hann segir að lokaákvörðunin liggi þó hjá Chelsea. (Daily Star)

Frönsku meistararnir í Paris St-Germain munu reyna að krækja í Yaya Toure frá Manchester City ef þeim mistekst að landa Paul Pogba, miðjumanni Juventus. (Football Direct News)

Franski landsliðsmaðurinn Laurent Koscielny hefur lofað Arsenal að gefa svör varðandi framtíð sína áður en HM hefst. Paris St-Germain er sagt hafa áhuga. (Daily Mirror)

Julian Speroni, markvörður Crystal Palace, segir að Jason Puncheon liðsfélagi sinn gæti brotist inn í enska landsliðið ef hann heldur áfram á sama skriði. (TalkSport)

Randy Lerner er tilbúinn að selja Aston Villa en gríðarlega hár verðmiði gæti fælt hugsanlega kaupendur frá. (Daily Mail)

Juan Mata segir að David Moyes hafi fullt traust leikmanna þrátt fyrir erfitt tímabil. (The Sun)

Nokkrir leikmenn Arsenal neyðast til að taka á sig 25% launalækkun ef liðinu mistekst að komast í Meistaradeildina. (Daily Star)

Eigendur Manchester City munu halda áfram að standa við bak knattspyrnustjórans Manuel Pellegrini þó liðinu mistakist að vinna deildina. (The Sun)

Spretthlauparinn Usain Bolt var undrandi á hraðanum á Gareth Bale þegar sá velski skoraði sigurmarkið gegn Barcelona. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner