Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 19. apríl 2014 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sherwood: Við munum sækja gegn Fulham
Mynd: Getty Images
Tim Sherwood lofar sóknarbolta í leik Tottenham gegn Fulham í hádeginu í dag.

Tottenham gerði 3-3 jafntefli við West Brom í síðustu umferð eftir að hafa lent þremur mörkum undir og segist Sherwood vilja sjá markamikinn leik.

,,Við vonum að mörkin komi í hrönnum og að við skorum meira en þeir, þrjú stig eru þrjú stig," sagði Sherwood.

,,Við viljum ekki gera eins og gegn West Brom en ef við skorum fjögur og þeir þrjú þá er ég ánægður.

,,Skylda okkar gagnvart stuðningsmönnum er einföld. Við spilum fyrir stuðningsmennina, við spilum fyrir treyjuna og hugsum ekki um neina aðra en okkur sjálfa.

,,Stöðutaflan lýgur ekki og þú átt skilið að enda hvar sem þú endar eftir 38 leiki. Við ætlum að spila eins og atvinnumenn og sækja gegn Fulham.

,,Það er það sem við höfum alltaf gert frá því að ég tók við og það er það sem við ætlum að halda áfram að gera."


Sherwood hefur unnið 11 af 23 leikjum sínum sem stjóri Tottenham og er liðið í sjötta sæti deildarinnar, sex stigum frá Everton.
Athugasemdir
banner
banner