Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 19. apríl 2015 20:14
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Kaupmannahöfn hafði betur í Íslendingaslagnum
Rúrik kom af bekknum í góðum sigri Kaupmannahafnar.
Rúrik kom af bekknum í góðum sigri Kaupmannahafnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kaupmannahöfn lagði Nordsjælland í Íslendingaslag í efstu deild danska boltans fyrr í dag.

Nicolai Jorgensen gerði bæði mörk heimamanna og komu fimm Íslendingar við sögu í leiknum.

Rúrik Gíslason og Björn Bergmann Sigurðarson komu báðir inn af bekknum fyrir Kaupmannahöfn á meðan Guðmundur Þórarinsson og Adam Örn Arnarson voru í byrjunarliði Nordsjælland.

Guðjón Baldvinsson kom af bekknum undir lokin fyrir Nordsjælland á meðan varamarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á tréverkinu.

Hallgrímur Jónasson og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn í liði Odense sem gerði markalaust jafntefli við SonderjyskE.

Kaupmannahöfn er í öðru sæti deildarinnar, fjórtán stigum frá toppliði Midtjylland, á meðan Ólafur Kristjánsson og lærlingar hans í Nordsjælland eru í 5. sæti, þremur stigum frá evrópusæti. Odense er í neðri hluta deildarinnar, sjö stigum frá fallsæti.

Kaupmannahöfn 2 - 0 Nordsjælland
1-0 Nicolai Jorgensen ('40)
2-0 Nicolai Jorgensen ('45, víti)

Odense 0 - 0 SonderjyskE
Athugasemdir
banner
banner