sun 19. apríl 2015 14:26
Arnar Geir Halldórsson
England: Silva borinn af velli í sigri Man City
Mynd: Getty Images
Manchester City 2 - 0 West Ham
1-0 James Collins ('18 , sjálfsmark)
2-0 Sergio Aguero ('36 )

Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í neinum vandræðum með West Ham á Etihad leikvangnum í dag.

James Collins ákvað þó að hjálpa þeim af stað en hann skoraði stórglæsilegt sjálfsmark á 18.mínútu þegar hann ætlaði sér að hreinsa frá fyrirgjöf Jesus Navas.

Navas lagði einnig upp annað mark leiksins en í þetta skiptið var það Sergio Aguero sem kom boltanum í netið og staðan í hálfleik 2-0.

Man City varð fyrir áfalli í síðari hálfleik en David Silva var borinn meiddur af velli eftir 75 mínútna leik.

Ekkert mark var skorað í seinni hálfleiknum og sanngjarn sigur heimamanna staðreynd.

Englandsmeistararnir komnir aftur á beinu brautina en liðið er stigi á eftir erkifjendunum í Man Utd sem sitja í 3.sæti og með sjö stiga forystu á Liverpool sem er í 5.sæti en Liverpool á þó leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner