Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. apríl 2015 16:58
Arnar Geir Halldórsson
England: Sjötti tapleikur Newcastle í röð
Kane, Chadli og Ereiksen sáu um Newcastle
Kane, Chadli og Ereiksen sáu um Newcastle
Mynd: Getty Images
Newcastle 1 - 3 Tottenham
0-1 Nacer Chadli ('30 )
1-1 Jack Colback ('46 )
1-2 Christian Eriksen ('53 )
1-3 Harry Kane ('90 )


Tottenham vann nokkuð þægilegan sigur á Newcastle á St.James´ Park í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Nacer Chadli kom gestunum yfir eftir hálftíma leik og höfðu Tottenham því eins marks forskot í hálfleik.

Heimamenn fengu draumabyrjun í síðari hálfleik en Jack Colback jafnaði metin eftir nokkra sekúndna leik. Christian Eriksen leiðrétti þó stöðuna fyrir gestina stuttu seinna með marki beint úr aukaspyrnu.

Það var svo markahrókurinn Harry Kane sem gulltryggði sigur Tottenham með marki í uppbótartíma.

Þetta var sjötti tapleikur Newcastle í röð en Tottenham lyftir sér upp fyrir Southampton í 6.sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner