Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. apríl 2015 15:52
Arnar Geir Halldórsson
Enski bikarinn: Aston Villa fer í úrslitaleikinn
Aston Villa fagna markinu dýrmæta
Aston Villa fagna markinu dýrmæta
Mynd: Getty Images
Aston Villa 2 - 1 Liverpool
0-1 Philippe Coutinho ('30 )
1-1 Christian Benteke ('36 )
2-1 Fabian Delph ('54 )

Aston Villa og Liverpool áttust við í undanúrslitum enska bikarsins á Wembley í dag.

Philippe Coutinho kom Liverpool yfir eftir hálftíma leik. Coutinho fékk þá boltann frá Raheem Sterling og labbaði framhjá varnarmönnum Aston Villa en markið kom eftir vandræðagang í vörn Villa.

Hinn sjóðheiti Christian Benteke tók skotskóna að sjálfsögðu með sér á Wembley í dag en hann jafnaði metin fyrir Villa á 40.mínútu eftir undirbúning fyrirliðans Fabian Delph.

Mario Balotelli kom inn fyrir Lazar Markovic í hálfleik en Aston Villa komst í forystu eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Benteke átti þá hælsendingu á Jack Grealish sem þræddi boltann inn á Delph í teignum. Fyrirliðinn fór illa með varnarmenn Liverpool og setti boltann framhjá Simon Mignolet.

Steven Gerrard átti ekki góðan dag á miðjunni hjá Liverpool en hann komst næst því að jafna metin á 86.mínútu þegar hann átti skalla eftir hornspyrnu. Því miður fyrir hann og Liverpool var Kieran Richardson mættur á marklínuna og bjargaði Aston Villa.

Það verður því Aston Villa sem etur kappi við Arsenal í úrslitaleik enska bikarsins þann 30.maí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner