Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 19. apríl 2015 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Barcelona 
Messi búinn að skora 400 mörk fyrir Barcelona
Lionel Messi með svakaleg tilþrif í leiknum í gær. Hann hreinlega getur ekki hætt að skora,
Lionel Messi með svakaleg tilþrif í leiknum í gær. Hann hreinlega getur ekki hætt að skora,
Mynd: Getty Images
Lionel Messi skoraði í gær sitt 400. mark fyrir Barcelona þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-0 sigri á Valencia.

Mörkin 400 hefur Messi skorað í 471 leik í öllum keppnum sem þýðir að hann skorar að meðaltali 0,85 mörk í leik allan ferilinn til þessa.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 400 mörk fyrir katalónska liðið.

278 marka Messi hafa komið í spænsku deildinni, 75 í Meistaradeild Evópu, og 32 í spænska bikarnum. Þá skoraði hann 10 í spænska ofurbikarnum, eitt í ofurbikar Evrópu og fjögur í Heimsmeistaramóti félagsliða.

Hann hefur skorað 46 mörk í 46 leikjum á þessari leiktíð, 35 í deildinni, 3 í bikarnum og 8 í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner