Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 19. apríl 2015 11:16
Arnar Geir Halldórsson
MLS: Kristinn Steindórs sigraði Kaka
Higuain kom Columbus á bragðið í gær
Higuain kom Columbus á bragðið í gær
Mynd: Getty Images
Columbus Crew 3-0 Orlando City
1-0 Federico Higuain (´32)
2-0 Justin Meram (´55)
3-0 Kei Kamara (´60)

Kristinn Steindórsson og félagar hans í Columbus Crew unnu góðan sigur á Orlando City í MLS deildinni í gærkvöldi.

Brasilíska stórstjarnan Kaka spilaði allan leikinn fyrir Orlando en liðið missti mann af velli með rautt spjald eftir rúmlega hálftíma leik.

Kristinn spilaði síðustu 20 mínúturnar í leiknum en hann kom inná fyrir írakska landsliðsmanninn, Justin Meram, sem hafði skömmu áður komið Columbus í 2-0.

Federico Higuain, eldri bróðir Gonzalo Higuain, leikmanns Napoli, hafði komið Columbus yfir eftir 32.mínútur. Kei Kamara gerði svo út um leikinn eftir klukkutíma leik.

Þetta var þriðji leikur Columbus Crew í röð án taps og situr liðið í 3.sæti Austurdeildarinnar með 8 stig eftir sex umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner