Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. apríl 2015 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Þrír Íslendingar komust á blað
Guðbjörg Gunnarsdóttir er ekki enn búin að fá mark á sig.
Guðbjörg Gunnarsdóttir er ekki enn búin að fá mark á sig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrsta markið í góðum sigri Avaldsnes gegn Kolbotn í norsku efstu deildinni fyrr í dag.

Þórunn Helga Jónsdóttir var á bekknum en kom inná í stað Hólmfríðar á lokamínútunum og er Avaldsnes með sex stig eftir þrjár umferðir.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í byrjunarliði Stabæk og skoraði annað mark liðsins í sigri á Sandviken. Stabæk er með sex stig eftir sigurinn.

Þá halda Lillestrom og Klepp sigurgöngu sinni áfram og eru saman á toppi norsku deildarinnar með níu stig eftir þrjár umferðir.

Guðbjörg Gunnarsdóttir er búin að halda hreinu í leikjunum þremur á milli stanga Lillestrom, sem er með markatöluna 4:0.

Í liði Klepp, sem stýrt er af Jóni Páli Pálmasyni, voru María Þórisdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir í byrjunarliðinu og skoraði Katrín fyrsta mark leiksins á 7. mínútu.

Avaldsnes 3 - 0 Kolbotn
1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir ('33)
2-0 E. Thorsnes ('50)
3-0 Bertolucci Paixao ('60)

Sandviken 1 - 3 Stabæk
1-0 K. Bakke ('6)
1-1 T. Ronning ('9)
1-2 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('25)
1-3 M. Bjanesoy ('65)

Klepp 2 - 0 Trondheims-Orn
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('7)
2-0 G. T. Ims ('76)

Medkila 0 - 1 Lillestrom
0-1 M. Berget ('13)
Athugasemdir
banner
banner