Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. apríl 2015 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Guardian 
Pellegrini: Harmleikur að komast ekki í Meistaradeildina
Pellegrini óttast ekki að hann missi starf sitt hjá Man City.
Pellegrini óttast ekki að hann missi starf sitt hjá Man City.
Mynd: EPA
Manuel Pellegrini óttast ekki að missa starf sitt sem knattspyrnustjóri Manchester City en segir að það yrði harmleikur ef lið hans kemst ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

City hefur spilað afleitlega upp á síðkastið og er komið niður í fjórða sæti deildarinnar, fjórum sigum frá Liverpool í fimmta sætinu en fjögur efstu liðin fara í Meistaradeildina.

,,Að spila ekki í Meistaradeildinni væri harmleikur," sagði Pellegrini.

,,Fólk sem segir að eigendur félagsins segi: 'Vinnið deildina eða þú ert fokinn' hefur á röngu að standa því þeir segja það ekki. Ég held að þeir hugsi ekki þannig."

,,Þeir eru með verkefni og það þýðir margt. Þeir hugsa um ungu leikmennina, um æfingasvæðið. Það eru mistök að hugsa að þeir hafi bara áhuga á að vinna titilinn."

,,En ef við klárum ekki á topp fjórum þá verður litið öðruvísi á tímabilið. Ég held að það væri hömung að spila í Evrópudeildinni. Það verður að halda verkefninu áfram en það er ekki svo auðvelt að sjá lausnina."


Liðið mætir West Ham í dag en Liverpool hvílir í deildnni því þeir mæta Aston Villa í undanúrslitum FA bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner