Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 19. apríl 2015 17:01
Arnar Geir Halldórsson
Rodgers: Villa voru miklu betri
Þungskýjað hjá þessum í dag
Þungskýjað hjá þessum í dag
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var að vonum vonsvikinn eftir að hafa horft á sína menn tapa 2-1 fyrir Aston Villa í undanúrslitum enska bikarsins.

,,Við ollum vonbrigðum. Villa voru miklu betri en við. Einhverra hluta vegna vorum við stressaðir. Kannski vegna þess hve mikið við vildum vinna þetta."

,,Við höfðum ekki mikla orku í dag. Það er svekkjandi að okkur skuli skorta áræðni í svona stórum leik. Villa sýndi meira hugrekki og nutu þess að spila þennan leik. Við verðum að bæta þetta. Það hafa komið stórleikir sem við höfum spilað vel, en stundum leysum við þá ekki nógu vel",
sagði Rodgers.

Liverpool er í 5.sæti ensku deildarinnar, sjö stigum á eftir Man City sem er í fjórða sæti en Liverpool á þó leik til góða og á því ágætis möguleika á Meistaradeildarsæti.

,,Nú einbeitum við okkur að því að ná einu af fjórum efstu sætunum í deildinni. Það er skylda hjá þessu stórkostlega félagi að gefast ekki upp".

Mario Balotelli komst einn í gegn á lokamínútum leiksins en var ranglega dæmdur rangstæður. Rodgers gagnrýndi línuvörðinn í leikslok.

,,Þetta var mjög léleg ákvörðun. Dómarinn sér alla línuna og ætti að sjá að bakvörðurinn spilar Mario réttstæðan. Svona hlutir verða að falla með þér. Það var bjargað á línu frá Steven Gerrard en burtséð frá því vorum við of passívir", sagði Norður-Írinn að lokum.




Athugasemdir
banner
banner