Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 19. apríl 2015 11:01
Arnar Geir Halldórsson
Van Gaal hefur áhuga á Benteke - Skrtel yfirgefur Liverpool
Powerade
Orðaður við Man Utd
Orðaður við Man Utd
Mynd: Getty Images
Skrtel gæti yfirgefið Anfield
Skrtel gæti yfirgefið Anfield
Mynd: Getty Images
Það líður að lokum tímabils í enska boltanum og slúðurblöðin eflast með hverjum deginum. BBC tók saman.



Louis van Gaal, stjóri Man Utd, er að undirbúa 25 milljón punda tilboð í Christian Benteke, sóknarmann Aston Villa. (Daily Star)

Raheem Sterling gæti keypt upp síðasta ár samnings síns hjá Liverpool en Chelsea og Man City eru sögð tilbúin að eyða 25 milljónum punda í kappann. (Mail on Sunday)

Manuel Pellegrini, stjóri Man City, viðurkennir að hann gæti verið rekinn takist liðinu ekki að ná Meistaradeildarsæti. (Mail on Sunday)

Angel Di Maria á að hafa gefið það út við forráðamenn Man Utd að hann vilji vera áfram hjá liðinu, þrátt fyrir ítrekaðar sögusagnir um annað. (Sunday People)

Man Utd ætlar að gera tilraun til að fá Ilkay Gundogan, miðjumann Dortmund, á Old Trafford í sumar. (Sun)

Tottenham vill kaupa Kevin Mirallas frá Everton og er tilbúið að leyfa Aaron Lennon að ganga endanlega til liðs við Everton í staðinn en Lennon er á láni hjá Everton frá Tottenham. (Sunday People)

Meira af Tottenham en Lundúnarliðið er orðað við þrjá leikmenn Marseille. Andre Ayew, Andre-Pierre Gignac og Florian Thauvin eru allir undir smásjá Mauricio Pochettino. (Mercato 365)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, mun vera tilbúinn að leyfa Martin Skrtel að yfirgefa félagið og ganga til liðs við Wolfsburg í sumar. (Sunday Mirror)

Forráðamenn West Ham horfa hýru auga til Roberto Martinez, stjóra Everton, og sjá hann fyrir sér sem arftaka Sam Allardyce sem gæti yfirgefið West Ham eftir tímabilið. (Sunday Express)

Newcastle mun reyna að fá James Wilson, sóknarmann Man Utd, á láni á næsta leiktímabili. (Daily Star)

Derby hefur áhuga á að halda Tom Ince á næsta tímabili en þessi 23 ára sonur Paul Ince hefur verið á láni hjá Derby í Championship deildinni í vetur frá Hull. (Yorkshire Post)
Athugasemdir
banner
banner