Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. apríl 2015 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Reuters 
Wenger lærði af fréttamönnum eftir leikinn í gær
Adam Federici horfir á eftir boltanum í markið í leiknum í dag. Búast má við að hann muni láta þvo treyjurnar sínar áður en hann klæðist þeim í framtíðinni ef hann ætlar að læra sömu lexíu og Arsenal menn.
Adam Federici horfir á eftir boltanum í markið í leiknum í dag. Búast má við að hann muni láta þvo treyjurnar sínar áður en hann klæðist þeim í framtíðinni ef hann ætlar að læra sömu lexíu og Arsenal menn.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal lét fréttamenn taka sig í smá kennslustund í sögu Arsenal eftir 2-1 sigur á Reading í framlengdum undanúrslitaleik FA Cup á Wembley.

Sigurmarkið skoraði Alexis Sanchez í framlengingunni framhjá Adam Federici markverði Reading sem gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann missti boltann framhjá sér og í markið.

Wenger sagði eftir leik að hann finndi til með markverðinum en fréttamenn minntu hann þá á að Dan Lewis fyrrverandi markvörður Arsenal gaf svipað mark þegar Arsenal tapaði 1-0 fyrir Cardiff City í fyrsta úrslitaleik FA Cup árið 1927.

Lewis sagði eftir leikinn að hann hafi misst stjórn á boltanum því splunkunýr búningurinn hans hafi verið svo glansandi. Alla tíð síðan þá hefur enginn markvörður Arsenal spilað í búning nema hann hafi verið þveginn fyrst.

,,Ég vissi ekki af þessu," sagði Wenger þegar fréttamenn sögðu honum söguna. ,,Ég er nokkuð gamall og reyndur en ég var ekki þarna árið 1927 en ég er búinn að læra eitthvað nýtt í dag. Takk kærlega," sagði Wenger og uppskar hlátrasköll fréttamanna.

,,Þegar allt kom til alls vorum við svolítið heppnir því markvörðurinn gerði mistök og mér skilst að hann sé eyðilagður. En hann hélt þeim inni í leiknum lengi vel, hann varði oft mjög vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner