Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. apríl 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin: Nær Barca aftur að gera hið ótrúlega?
Barcelona sneri við taflinu gegn PSG. Hvernig fer gegn Juventus í kvöld?
Barcelona sneri við taflinu gegn PSG. Hvernig fer gegn Juventus í kvöld?
Mynd: Getty Images
Fer Monaco í undanúrslitin?
Fer Monaco í undanúrslitin?
Mynd: Getty Images
Í kvöld klárast 8-liða úrslitin í Meistaradeildinni en tveir hörkuleikir eru á dagskrá. Báðir leikirnir hefjast klukkan 18:45.

Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals og Tryggvi Guðmundsson markahrókur halda áfram að spá í spilin.

Fótbolti.net kemur með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn.

Tryggvi Guðmundsson

Barcelona 2 - 0 Juventus (Samanlagt 2-3)
Klár heimasigur en ekki nóg. Juventus eru með það gott lið og góðan þjálfara að það verður ekki annað kraftaverk hjá Börsungum.

Mónakó 2 - 1 Dortmund (Samanlagt 5-3)
Einnig heimasigur hér. Hef bara tilfinningu fyrir því að Mónakó sigli þessu í land eftir virkilega góðan útisigur í fyrri leiknum.

Sigurbjörn Hreiðarsson

Barcelona 3 - 0 Juventus (Barca áram eftir framlengingu)
Þetta fer 3-0 í venjulegum leiktíma fyrir Barca og framlengt. Þar vinna þeir svo eftir að hafa skorað 4-0.

Mónakó 3 - 3 Dortmund (Samanlagt 6-5)
Allt verður vitlaust á jákvæðan hátt þar sem engin nennir að spila varnarleik.

Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Barcelona 3 - 0 Juventus (Barca áram eftir framlengingu)
Þetta verkefni verður fjandanum erfiðara fyrir Barcelona en þeir verða fullir sjálfstrausts eftir að hafa snúið svona stöðu við í síðustu umferð keppninnar gegn Paris Saint Germain þegar þeir unnu 6-1 eftir að hafa tapað fyrri leiknum 4-0. Þeir munu því vinna leikinn í dag 3-0 og klára þetta svo í framlengingu.

Mónakó 0 - 1 Dortmund (3-3 samanlagt)
Mónakó hefur ekki ennþá tapað á heimavelli í Meistaradeildinni á tímabilinu og þeir vita að haldi þeir því eru þeir komnir áfram. Þeir munu því verjast í kvöld en fá samt á sig eitt mark og komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli þrátt fyrir 0-1 tap.



Staðan í Meistaraspánni:
Tryggvi 17
Sigurbjörn 14
Fótbolti.net 12
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner