mið 19. apríl 2017 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dybala: Ekkert lið sigurstranglegast
Dybala er mjög spennandi leikmaður.
Dybala er mjög spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala, sóknarmaður Juventus, segir að það sé ekkert lið líklegra en annað eftir sigur liðsins á Barcelona í Meistaradeildinni.

Juventus er komið í undanúrslit, en þar eru einnig Atletico madrid, Real Madrid og Mónakó. Dybala segir að þessi fjögur lið eigi jafna möguleika á sigri í keppninni, núna þegar Barcelona er ekki með.

„Þegar við horfum á þegar dregið var í 8-liða úrslit, þá vorum við allir sammála um að við vildum mæta öllum nema Barcelona," sagði Dybala við Mediaset Premium.

„Núna er ekkert lið sigurstranglegast. Ég held að allir fjögur liðin hafi jafna möguleika á því að fara alla leið. Sjáum hvað gerist."

Dybala var ánægður með halda hreinu í kvöld.

„Að halda hreinu á móti liði eins og Barcelona er ekki auðvelt. Við erum mjög ánægðir með þetta afrek á móti svona góðu liði."
Athugasemdir
banner
banner
banner