Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. apríl 2017 14:16
Magnús Már Einarsson
Elfar Freyr gæti komið aftur til Blika í byrjun móts
Elfar Freyr í leik með Blikum í fyrra.
Elfar Freyr í leik með Blikum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Möguleiki er á að varnarmaðurinn öflugi Elfar Freyr Helgason komi aftur til Breiðabliks á næstu dögum eftir lánsdvöl hjá Horsens í Danmörku.

Elfar fór til Horsens á láni í byrjun árs en hann hefur einungis spilað þrjá leiki í Danmörku. Horsens getur keypt Elfar eftir að lánssamningurinn rennur út í sumar en nú er möguleiki á að hann komi fyrr heim og verði með Blikum í Pepsi-deildinni.

„Það er kaup möguleiki í lánssamningnum sem þeir geta nýtt sér og það er í enda apríl. Miðað við það sem er í gangi núna þá finnst mér ólíklegt að þeir kaupi hann en maður veit það ekki," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

„Ef þeir eru ekki að fara að kaupa hann þá get ég ímyndað mér að guttinn vilji koma fyrr heim og þá allavega fyrir 15. maí (þegar félagaskiptaglugginn lokar á Íslandi)."

„Við vorum ekki búnir að gera ráð fyrir honum þannig að ef þetta gerist þá er þetta bara plús."

Viktor Örn Margeirsson hefur verið þriðji miðvörður Breiðabliks undanfarin ár og hann átti að fylla skarð Elfars. Viktor hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli í allan vetur.

„Ég hafði ekki neinar áhyggjur af þessu því að ég hef rosalega trú á Viktori. Hann hefur hins vegar ekki náð heilum leik og maður hefur áhyggjur af því. Ef Viktor er í 100% standi þá hef ég ekki áhyggjur en það er verra mál ef hann er í engu standi," sagði Arnar en hann vonast til að Viktor verði með í 1. umferð Pepsi-deildarinnar gegn KA þann 1. maí.

„Maður er að vonast til að hann verði klár til að starta, hvort sem hann klári leikinn svo eða ekki," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner