Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. apríl 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er yngsti sonur Trump stuðningsmaður Arsenal?
Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Mynd: Getty Images
Gæti sonur Bandaríkjaforseta verið stuðningsmaður Arsenal?

Það lítur þannig út, en Barron Trump, yngsti sonur Donald Trump, var myndaður í boltaleik í bakgarði Hvíta hússins.

Á myndinni virðist Barron vera í Arsenal-treyju, en hér neðst í fréttinni má sjá mynd af þessu.

Spurning hvort Barron sé mikill fótboltaáhugamaður, en faðir hans styður sameiginlega umsókn Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada um að halda HM 2026.

Ef Barron er stuðningsmaður Arsenal, þá er hann væntanlega ekkert of kátur með gengi sinna manna þessa stundina. Arsenal er í baráttu um Meistaradeildarsæti, en gengi liðsins upp á síðkastið hefur ekki verið gott að margra mati.



Athugasemdir
banner
banner
banner