Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. apríl 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Víkurfréttir 
Jóhann búinn að gera níunda samninginn við Keflavík
Jóhann Birnir er 39 ára.
Jóhann Birnir er 39 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir reynslumestu leikmenn Keflavíkur; Jóhann Birnir Guðmundsson og Hólmar Örn Rúnarsson, hafa gert nýja samninga við félagið. Frá þessu greina Víkurfréttir.

Keflavík hafnaði í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra en Guðlaugur Baldursson, fyrrum aðstoðarþjálfari FH, tók við þjálfun liðsins eftir tímabilið.

Jóhann gerði sinn níunda samning við Keflavík en hans fyrsti samningur var árið 1994 þegar hann kom frá Víði í Garði.

Jóhann var atvinnumaður í Englandi, Noregi og Svíþjóð á árunum 1998-2008. 193 leiki á hann með Keflavík í deild og bikar og hefur hann skorað í þeim 45 mörk.

Hólmar var að gera sinn fimmta samning við Keflavík. Hann lék í atvinnumennskunni í Danmörku í tvö ár og með FH í þrjú ár. Hólmar á að baki 204 leiki með Keflavík í deild og bikar og hefur skorað í þeim 30 mörk.

Þá hafa þrír ungir leikmenn samið við Keflavík en það eru þeir Rúnar Þór Sigurgeirsson, Ingimundur Aron Guðnason og Adam Árni Róbertsson sem allir eru á 2. flokks aldri. Ingimundur og Rúnar komu frá Víði í Garði árið 2011 en Adam kom til Keflavíkur 2016 en áður hafði hann spilað með sameiginlegu liði Keflavík/Njarðvik í 2. flokk, UMFL, Val Reyðarfirði og Reyni Sandgerði.
Athugasemdir
banner
banner
banner