mið 19. apríl 2017 19:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lyon og Besiktas í skilorðsbundið bann
Það urðu mikil læti.
Það urðu mikil læti.
Mynd: Getty Images
UEFA hefur dæmt Lyon og Besiktas í skilorðsbundið bann frá Evrópukeppnum eftir hegðun stuðningsmanna í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í síðustu viku.

Þetta þýðir að liðin fá að halda áfram að spila í Evrópukeppnum, en ef viðlíka atvik koma upp fá þau ekki að gera það. Þetta bann gildir næstu tvö árin, þannig að stuðningsmenn verða að hegða sér vel.

Auk þess að fá þetta bann hafa liðin bæði verið sektuð um 100 þúsund evrur, eða umrúmar 11,8 milljónir króna.

Það þurfti að seinka fyrri leiknum, sem fram fór í Lyon, um 45 mínútur eftir að stuðningsmenn hlupu inn á völlinn.

Stuðningsmenn slógust, en Lyon fékk ákæru fyrir óvandaða skipulagningu. Þeim tókst ekki að skilja stuðningsmenn liðanna að.

Lyon fékk einnig ákæru fyrir að hindra stigaganga, flugelda og að það skyldi vera hlaupið inn á völlinn eftir seinna mark liðsins. Besiktas fékk ákæru fyrir flugelda og fyrir truflun á meðal áhorfenda, auk þess sem stuðningsmenn liðsins köstuðu hlutum inn á völlinn.

Seinni leikur liðanna fer fram í Tyrklandi annað kvöld, klukkan 19:05.

Sjá einnig:
Slagsmál áhorfenda seinkaði leik Lyon og Besiktas
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner