Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. apríl 2017 17:46
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin - Byrjunarlið: MSN þurfa að vera í banastuði
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
Sergio Busquets var í leikbanni í fyrri leiknum.
Sergio Busquets var í leikbanni í fyrri leiknum.
Mynd: Getty Images
8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld með tveimur leikjum sem báðir hefjast klukkan 18:45.

Barcelona þarf aftur á kraftaverki að halda þegar Juventus kemur í heimsókn. Paulo Dybala skoraði tvívegis í 3-0 sigri Ítalíumeistaranna í fyrri leiknum.

Sergio Busquets kemur aftur í byrjunarlið Barcelona eftir að hafa tekið út leikbann í fyrri leiknum.

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Sergi Roberto, Pique, Umtiti, Alba, Rakitic, Busquets, Iniesta, Messi, Suarez, Neymar.

Byrjunarlið Juventus: Dani Alves, Bonucci, Chiellini, Alex Sandro; Khedira, Pjanic; Cuadrado, Dybala, Mandzukic; Higuain.

Mónakó leiðir 3-2 í einvíginu gegn Dortmund en liðin mætast í Mónakó í kvöld. Leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

Byrjunarlið Mónakó: Subasic; Touré, Glik, Jemerson, Mendy; Moutinho, Bakayoko; Silva, Lemar; Falcao, Mbappe.

Byrjunarlið Dortmund: Burki, Sahin, Reus, Guerreiro, Aubameyang, Kagawa, Sokratis, Piszczek, Ginter, Weigl, Durm.



Athugasemdir
banner
banner