Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. apríl 2017 14:55
Elvar Geir Magnússon
Miðasala á Finnland - Ísland hefst á mánudag
Ísland vann dramarískan sigur gegn Finnum í október.
Ísland vann dramarískan sigur gegn Finnum í október.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Miðasala á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM sem fram fer laugardaginn 2. september í Finnlandi hefst mánudaginn 24. apríl klukkan 12:00 á Miði.is.

Mest er hægt að kaupa 4 miða í einu en 1.300 miðar verða seldir á leikinn til íslenskra stuðningsmanna.

Ekki er hægt að velja sæti á vellinum en miðakaupendur fá staðfestingu á miðakaupum og sækja svo miðana á skrifstofu KSÍ þegar nær dregur leikdegi.

Leikurinn fer fram í Tampere en leikvangurinn tekur um 16.800 manns í sæti.

Ísland vann dramatískan sigur 3-2 þegar liðin áttust við í ógleymanlegum leik á Laugardalsvelli í október.

Íslenska liðið situr í öðru sæti síns riðils í undankeppninni en stöðuna má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner