Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. apríl 2017 15:30
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Erfitt að gíra sig í þessa keppni í september
Mourinho sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.
Mourinho sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho og hans menn í Manchester United fá Anderlecht í heimsókn annað kvöld þegar liðin mætast öðru sinni í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikurinn í Belgíu endaði með jafntefli 1-1.

„Ef við höldum hreinu þá förum við áfram og það er mikilvægt að vita af því. Að sama skapi veit Anderlecht að liðið þarf að skora. Við erum á heimavelli og vitum að tölfræði okkar þar í deildinni er ekki góð en í Evrópudeildinni höfum við unnið alla okkar leiki heima. Við erum ekki að fara að spila upp á 0-0," sagði Mourinho á fréttamannafundi í dag.

Hér má sjá aðra punkta sem hann kom með á fundinum:

Um hvernig menn eru gíraðir í verkefnið:
„Hjá félagi eins og Manchester United eru menn ekki alveg gíraðir í Evrópudeildina þegar hún hefst, en þá er september. Á þessu stigi ertu gíraður. Við verðum að sýna svipað hugarfar og gegn Chelsea."

Um markvörðinn Sergio Romero:
„Hann verður í markinu á morgun en það er ekkert öruggt að hann verði það út Evrópudeildina."

Um hvað Zlatan Ibrahimovic gerir eftir tímabilið:
„Ég veit það ekki, í sannleika sagt veit ég það ekki."

Um Anthony Martial sem hefur verið inn og út úr hóp:
„Hann hefur hæfileika og getur spilað vel fyrir mig. Hann þarf að færa mér eitthvað sem ég er ánægður með."
Athugasemdir
banner
banner
banner