Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. apríl 2017 18:06
Elvar Geir Magnússon
Mourinho segir Martial að gera eins og Rashford
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hefur varað Anthony Martial við því að hann verði að fylgja fordæmi Marcus Rashford auk þess að bæta viðmót sitt ef hann ætlar að koma sér aftur í áætlanir sínar í byrjunarliði Manchester United.

Þessi 21 árs leikmaður var ekki einu sinni á bekknum í 2-0 sigrinum gegn Chelsea og ekki er vitað um þátttöku hans í Evrópudeildarleiknum gegn Anderlecht á morgun.

Mourinho fer ekki leynt með það að hann hafi búist við miklu meira frá Frakkanum á þessu tímabili. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gagnrýnir leikmanninn og segist ósáttur með vinnuframlag hans.

„Við erum saman í næstum tíu mánuði. Við erum farnir að þekkja hvorn annan miklu betur. Leikmenn eiga að vita hvað ég vil. Eins og ég þarf að fara í sömu átt og leikmenn þá þurfa þeir að fara í mína átt," sagði Mourinho á fréttamannafundi í dag.

„Það er málið. Þess vegna hefur Marcus Rashford alltaf verið í myndinni þrátt fyrir að hafa ekki skorað á löngum kafla. Ég sýndi honum stuðning því hann var alltaf að fara í mína átt, í áttina sem ég vill að leikmenn Manchester United fari í."

„Anthony hefur hæfileika og getur spilað vel fyrir mig. Hann þarf að færa mér eitthvað sem ég er ánægður með," sagði Mourinho.

United mætir Anderlecht á Old Trafford á morgun í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Leikurinn í Brussel endaði með 1-1 jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner