Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. apríl 2017 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Muller brjálaður - „Erfitt að spila 10 á móti 14"
Dómarinn var miðpunktur athyglarinnar.
Dómarinn var miðpunktur athyglarinnar.
Mynd: Getty Images
Thomas Muller, leikmaður Bayern München, er allt annað en sáttur með störf dómarans, Victor Kassai, og aðstoðarmanna hans. Kassai dæmdi leik Bayern og Real Madrid í Meistaradeildinni í gær.

Bayern var 2-1 yfir eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Eftir framlenginuna hafði Real Madrid betur, 4-2.

Það voru nokkrar umdeildar ákvarðanir hjá dómara leiksins og Bayern-menn voru allt annað en sáttir. Arturo Vidal, miðjumaður Bayern, fékk mjög „soft" rautt spjald og af mörkunum sem Madrídingar skoruðu í framlengingunni voru ólögleg.

„Ef þú lítur á það hvernig hlutirnir fóru, þá er það gríðarlega erfitt þegar þú ert að spila með 10 á móti 14. Þetta var verst í stöðunni 2-2, aðstoðardómarinn hafði frábært sjónarhorn. Það drap okkur," sagði Muller grautfúll eftir tapið í gær.
Athugasemdir
banner
banner