Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 19. apríl 2017 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Redknapp fær ekki borgað ef Birmingham fellur
Redknapp er tekinn við Birmingham.
Redknapp er tekinn við Birmingham.
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp mun stýra Birmingham City í síðustu leikjum tímabilsins. Birmingham er í fallbaráttu í Championship-deildinni, en Redknapp fær ekki borgað fyrir þessa síðustu þrjá leiki ef Birmingham fellur niður um deild.

„Ég er ekki að fá borgað. Það angrar mig samt ekki," sagði Redknapp í viðtali við BBC.

„Ég fæ bónus. Hann er ekki risastór, en ég sagði við þá að ég vildi ekki fá borgað ef mér tækist ekki að halda þeim uppi."

Redknapp, sem tók við Birmingham af Gianfranco Zola, var með svipað fyrirkomulag þegar hann var ráðgjafi hjá Derby County á síðasta leiktímabili.

„Ég sagði við þá að ef þeir kæmust ekki í umspilið, þá vildi ég ekki neina peninga. Ef við hefðum ekki komist í umspilið, þá hefði ég ekki fengið neitt borgað."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner