Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. apríl 2017 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rútan hjá Dortmund mætti seint - Leiknum seinkað
Mynd: Getty Images
Búið er að seinka leik Mónakó og Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld um fimm mínútur. Leikurinn hefst núna klukkan 18:50.

Ástæðan fyrir þessu er að lögreglan í Mónakó stoppaði liðsrútu Dortmund í 20 mínútur. Ekki er vitað af hverju, en það tengist líklega að einhverju leyti sprengjuárásinni sem gerð var í síðustu viku.

Eins og flestir ættu að vita þá var sprengjuárás gerð á liðsrútu Dortmund þegar hún var á leið í fyrri leikinn gegn Mónakó í síðustu viku. Varnarmaðurinn Marc Bartra var sá eini sem slasaðist, en meiðsli hans voru minniháttar.

Leikmenn eru mættir á völlinn, en þeir þurftu að fá sinn tíma í að hita upp og ræða málin. Því var leiknum seinkað um þessar umræddu fimm mínútur. UEFA staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni.

Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin í leikjum kvöldsins



Athugasemdir
banner
banner