Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 19. apríl 2017 11:00
Elvar Geir Magnússon
Tíu hápunktar og tíu lágpunktar Terry hjá Chelsea
John Terry fagnar Englandsmeistaratitlinum 2005.
John Terry fagnar Englandsmeistaratitlinum 2005.
Mynd: Getty Images
Terry og Lampard. Tvær goðsagnir hjá Chelsea.
Terry og Lampard. Tvær goðsagnir hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Wayne Bridge tók ekki í hönd Terry.
Wayne Bridge tók ekki í hönd Terry.
Mynd: Getty Images
Hann er leiðtogi, sigurvegari og óumdeilanlega besti fyrirliði í sögu Chelsea. Innan vallar hefur nánast allt verið í blóma en utan vallar hafa komið upp stór fjölmiðlamál.

John Terry er magnaður leikmaður en umdeild persóna eins og sjá má í þessari samantekt þar sem hægt er að sjá tíu hápunkta og tíu lágpunkta hans.

Tíu hápunktar John Terry:

- Spilar sinn fyrsta leik fyrir aðallið Chelsea í deildabikarleik gegn Aston Villa í október 1998.

- Spilar sinn fyrsta landsleik þegar hann kemur inn sem varamaður gegn Serbíu og Svartfjallalandi í júní 2003.

- Gerður að fyrirliða Chelsea og tók við bandinu af Marcel Desailly í ágúst 2004.

- Leiðir Chelsea til sögulegs sigurs í ensku úrvalsdeildinni 2005 og er valinn leikmaður ársins af leikmönnum í deildinni.

- Valinn í heimslið FIFA 2005 sem valið var af atvinnumönnum um allan heim.

- Tekur við fyrirliðabandi enska landsliðsins af David Beckham í ágúst 2006.

- Vinnur FA-bikarinn í fimmta sinn með Chelsea í maí 2012. Átti frábæran leik í 2-1 sigri gegn Liverpool í úrslitaleiknum.

- Leiðir Chelsea til 1-0 sigurs gegn Barcelona í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

- Fagnaði langþráðum sigri í Meistaradeild Evrópu 2012 með liðsfélögum sínum þó hann hafi reyndar verið í leikbanni í sjálfum úrslitaleiknum.

- Gengur í gegnum endurnýjun lífdaga eftir endurkomu Mourinho á Stamford Bridge. Spilar hverja einustu mínútu og vinnur Englandsmeistaratitilinn 2015.

Tíu lágpunktar John Terry:

- Einn af fjórum leikmönnum sem er sektaður um tveggja vikna laun fyrir að vera með siðlaust grín í garð bandarískra ferðamanna á hóteli í London daginn eftir hryðjuverkin 11. September 2001.

- Klúðrar víti í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Manchester United 2008 þegar hann rennur í aðhlaupinu. United vinnur keppnina.

- Opinberað í janúar 2010 að Terry hafi átt í framhjáhaldi með kærustu þáverandi liðsfélaga síns, Wayne Bridge. Hann er sviptur fyrirliðabandi enska landsliðsins eftir að hafa fundað með Fabio Capell.

- Bridge neitar að taka í höndina á Terry fyrir leik Chelsea gegn Manchester City í febrúar 2010.

- Sakaður um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð Anton Ferdinand í tapleik Chelsea gegn QPR.

- Hann er sviptur fyrirliðabandi enska landsliðsins í annað sinn. Ákvörðunin var tekin af stjórn enska knattspyrnusambandsins án þess að rætt hafi verið við Fabio Capello landsliðsþjálfara.

- Áður en yfirheyrslur fara fram tilkynnir Terry að hann hafi ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna.

- Fær beint rautt spjald í seinni leik Chelsea gegn Barcelona fyrir að gefa Alexis Sanchez hnéspark og skilur liðsfélaga sína eftir í erfiðri stöðu.

- Leikur aðeins 14 leiki fyrir Chelsea tímabilið 2012-13 og talað um að hann gæti verið á förum.

- Gagnrýndur eftir hörmulega byrjun á tímabilinu hjá Chelsea 2014-15 og var tekinn af velli af Mourinho í fyrsta sinn í 177 leikjum. Skipt út af í hálfleik í 3-0 tapi gegn Manchester City.

Sjá einnig:
Terry: Ekki hægt að færa ást mína á ykkur í orð
Athugasemdir
banner
banner